Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Ég var svo reið að ég þurfti að halda mér!“

Mynd: RÚV / RÚV

„Ég var svo reið að ég þurfti að halda mér!“

17.08.2019 - 10:34

Höfundar

„Við erum komin svo stórkostlega langt,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir en 20 ár eru liðin síðan fyrsta Gleðigangan var haldin.

„Ég kom sjálf úr felum 1984,“ segir Margrét Pála í Sumrinu. „Þá var mikil þögn en samt var hópur innan Samtakanna '78 í pólitísku starfi, og æ fleiri voru farnir að lifa opið með maka sínum.“ Það hvað baráttunni hefur miðað langt má til að mynda sjá í magasín-þættinum Dagsljósi frá árinu 1997 þar sem Margrét Pála og fleiri voru mætt í pallborðsumræður ásamt Geir Waage og öðrum prestum að ræða hvort að prestar ættu að gefa saman samkynhneigða.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í símakosningu Dagsljóss voru fleiri andvígir en fylgjandi því að kirkjan gæfi saman samkynhneigða.

Margrét Pála man mjög vel eftir þættinum. „Ég var svo reið að ég þurfti að halda mér á köflum!“ Meðan á þættinum stóð var símakosning meðal áhorfenda þar sem yfir 5000 greiddu atkvæði um hvort kirkjan ætti að gefa saman samkynhneigða. Þar voru 53% andvígir og 47% fylgjandi. Margrét segir að það hafi tekið langan tíma að draga umræðuna frá bókstafstúlkun á biblíunni og kynlífshegðun samkynhneigðra. Þá hefur hún áhyggjur af stöðu hinsegin fólks erlendis. „Þar er víða verið að taka réttindi gay fólks til baka.“ Þá trúir hún því að íslenska ríkið eigi eftir að biðja samkynhneigða afsökunar. „Á þeim tíma þegar þeir voru ekki til í lögum nema til mismununar. Þegar engin vernd var fyrir þá sem þoldu umtalsverða fordóma, árásir og líkamsmeiðingar. Það kemur einhvern tímann að því. Ég segi megum við læra af því að allar þegnar í einu samfélagi þurfa að búa við virðingu, réttindi og stuðning samfélagsins.“

Snærós Sindradóttir ræddi við Margréti Pálu í Sumrinu. Í spilaranum má sjá viðtalið í heild og brot úr umræddum Dagsljósþætti.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Við sem höfum komið út mælum með því“

Sjónvarp

Hjartað stoppaði og tárin spýttust fram

Menningarefni

„Er þetta strákur með brjóst?“

Íslenskt mál

Hvað merkir að vera hinsegin?