Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi“

05.12.2018 - 18:31
Mynd:  / 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins eru ofbeldismenn, segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún segist upplifa samtal þeirra um sig sem árás. Lilja verður gestur Kastljóssins í kvöld.

Lilja segist hafa tekið ummælin nærri sér en muni ekki brotna þótt hún hafi bognað. Hún hafi átt í farsælu samstarfi við Sigmund að stórum verkefnum og undrast ef þetta eru þakkirnar.  

Hún segir allt stefna í að þessir þingmenn Miðflokksins verði einangraðir í störfum á Alþingi.  Lilja segir að hún hafi í fyrstu staðið keik gagnvart þessu máli en síðan þegar á leið hafi hún tekið það nærri sér.  

Hér má horfa á allt viðtalið. 

einar's picture
Einar Þorsteinsson
Fréttastofa RÚV