Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ég á líf verður framlag Íslands

02.02.2013 - 22:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Lagið Ég á líf í flutningi Eyþórs Inga var valið framlag Íslands í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ég á líf og Ég syng! sem Unnur Eggertsdóttir söng urðu stigahæst eftir fyrri atkvæðagreiðslu kvöldsins en að endingu var það lagið Ég á líf sem vann.

Lagið og textinn er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. Örlygur Smári hefur áður átt framlag í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og Pétur Örn Guðmundsson hefur sungið sem bakrödd í ófáum lögum. Þetta verður í fyrsta skipti sem Eyþór Ingi tekur þátt í Evróvisjón sem að þessu sinni fer fram í Malmö í Svíþjóð um miðjan maí.

Hér má sjá alla keppnina.