Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Eftirsótt sveitarstjórastaða

30.06.2014 - 12:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Tuttugu og ein umsókn barst um stöðu sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Guðný Sverrisdóttir, sem hefur verið sveitarstjóri í 27 ár, tilkynnti fyrr á árinu að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa að loknum kosningum.

Fjóla Stefánsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps, segir að á næstu dögum verði farið gaumgæfilega yfir umsóknirnar, fundur verði haldinn í sveitarstjórn í dag, þar verði væntanlega næstu skref ákveðin.