Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Eftirlit Alcoa brást

24.01.2013 - 12:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Umhverfisstofnun gerir athugasemdir við innra mengunareftirlit Alcoa sem hún telur hafa brugðist þegar flúormengun jókst til muna í Reyðarfirði síðstliðið sumar. Stofnunin hefur beðið um nýjar mæliáætlanir frá allri stóriðju í landinu til að tryggja betri yfirsýn yfir megnunarmælingar.

Umhverfisstofnun uppgötvaði þrjú brot á starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls í eftirlitsferð sem farin var, eftir að að upp komst um stóraukna flúormengun frá fyrirtækinu. Vöktunarbúnaður í reykhreinsivirki var hvorki prófaður árlega né kvarðaður á þriggja ára fresti líkt og starfsleyfi kveður á um.

Það var síðastliði sumar sem mengunarvarnir Alcoa brugðust og uppgötvaðist bilunin ekki fyrr en gróðursýni sýndi of mikið flúor í grasi. Umhverfisstofnun fór í eftirlitsferð í október og í eftirlitsskýrslu kemur fram að innra eftirlit Alcoa hafi brugðist vegna bilunar eða rangrar kvörðunar í síritandi rykmælum í hreinsivirki. Þeir sýndu ekki að göt væru komin á síupoka og að flúorlosun hefði stóraukist. Vegna þessa þyki mælingar á losun flúors ekki nothæfar og í ljósi aukningar á flúor í gróðri teljist ekki sýnt fram á að losun flúors hafi verið undir starfsleyfismörkum. Þá kom í ljós að vöktunarbúnaður hafði eins og áður segir hvorki verið prófaður árlega né kvarðaður á minnst þriggja ára fresti en það telst brot á starfsleyfi. Fram kemur í skýrslunni að framleiðandi mælanna hafi haldið því fram að þeir væru nánast viðhaldsfríir og ekki þörf á að kvarða þá reglulega.

Leitað var eftir því hvort starfsmenn eða aðrir hefðu ekki orðið varir við ummerki vegna  minni virkni hreinsibúnaðar. Í tilkynninug frá 4. september er talað um sýnilegan reyk á undanförnum vikum eins og það er orðað. Mælingar í júní sýndu óeðlilega mikið ryk en Alcoa taldi að það stafaði af viðhaldsvinnu. Umhvefisstofnun fék ekki niðurstöður mælinganna fyrr en 14. nóvember.  Umhverfisstofnun bendir Alcoa á að komi upp frávik beri að virkja aðgerðaráætlun strax, tilkynna megnunaróhöpp sem fyrst og gera skráningar og mælingar aðgengilegar stofnuninni án tafar.

Einnig kemur fram að megnandi starfsemi var flutt til innan álversins á stað þar sem megnunin mælist ekki. Álverið gaf þá skýringu að sú megnun væri óveruleg og í ljósi þess telur Umhveffisstofnu ekki um frávik að ræða. Umhverfisstofnu hefur nú kallað eftir endurskoðuðum mæliáætlunum fyrir alla stóriðju í landinu. Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá stofnuninni, segir það ekki tilkomið vegna aukinnar flúormegnunar frá Alcoa. Stofnunin vilji fá betri yfirsýn yfir megnunarmælingar stóriðjunnar.