Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Eftir ljós

26.04.2017 - 11:17
Blindbylur á Egilsstöðum.
 Mynd: RÚV
Lísa og Þorvaldur aka ísköldum lögreglubíl um þögla, hvíta borg í leit að horfinni stúlku. Blokkir gnæfa yfir eins og þursar í nóttinni, skuggar skjótast til í kófinu og leiðin liggur óumflýjanlega inn í fortíðina - á vit þess sem auðveldast er að gleyma.

Eftir ljós er nýtt útvarpsleikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur en verkið var styrkt af Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen við Ríkisútvarpið.

Salka hefur skrifað og þýtt leikverk fyrir svið og útvarp, fjallað um og iðkað sviðslistir af ýmsum toga og starfar nú sem leikskáld Borgarleikhússins. Hún er einnig annar stofnenda leikhópsins Soðið svið. Meðal verka hennar má nefna Súldarsker, Hættuför í Huliðsdal, Old Bessastaðir og Extravaganza og svo útvarpsleikritið Ljósberarnir sem var páskaleikrit Útvarpsleikhússins árið 2016. 

Persónur og leikendur:

Lísa: Birna Rún Eiríksdóttir, Þorvaldur: Jóhann Sigurðarson, Svenni: Sveinn Ólafur Gunnarsson, Lovísa: Herdís Sigurðardóttir Busson, Rödd í talstöð: María Heba Þorkelsdóttir, Grannkona: Aude Busson, Lögreglumaður: Þorleifur Einarsson.

Tónlist: Axel Ingi Árnason.

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.

Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir.

thorgerdure's picture
Þorgerður E. Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður