Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Efstur hjá Alþýðufylkingunni í NA-kjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Kastljós
Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum haustið 2016. Þorsteinn en fæddur 1964, bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt starfandi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvarsdóttir framhaldsskólakennari.

Í tilkynningu kemur fram að á vettvangi stjórnmálanna hefur Þorsteinn um árabil talað sem málsvari eindreginnar vinstristefnu, umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar og þess að stjórnvöld búi þegnum þjóðfélagsins, hver sem efnahagur þeirra eða búseta er, frá sinni hendi sem jafnasta aðstöðu.

Þorsteinn hefur einnig verið þekktur fyrir þátttöku sína í spurningaþættinum Útsvari, þar sem hann tók þátt fyrir hönd Fljótsdalshéraðs mörg ár í röð. Liðið bar sigur úr býtum í keppninni í vor.

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi verður kynntur í heild sinni seinna í vikunni.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV