Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Efling frestar verkfalli

24.03.2020 - 09:27
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Bragi Valgeirsson - RÚV
Samninganefnd Eflingar hefur frestað verkfallsaðgerðum gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu. Verkfallið hafði staðið í rúmar tvær vikur.

Aðgerðirnar taka til allra félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi. 

Í tilkynningunni segir að beittari aðgerðir verði boðaðar eftir veirufaraldurinn.

„Covid-19 faraldurinn hefur leitt til mikillar óvissu á öllum sviðum samfélagins, meðal annars í starfsemi stofnana þar sem okkar félagsmenn vinna. Í því ástandi teljum við skynsamlegast að fresta verkfallsaðgerðum þangað til faraldurinn er liðinn hjá. Við höfum átt samráð við okkar félagsmenn um þessa ákvörðun og tökum hana með stuðningi þeirra.“