Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ed Sheeran velur Glowie

Mynd með færslu
 Mynd: Jorn baars - Eurosonic Festival

Ed Sheeran velur Glowie

31.05.2019 - 10:24

Höfundar

Söngkonan Glowie hitar upp á tónleikum Ed Sheeran á Laugardalsvelli í sumar.

Söngkonan Glowie er síðasta viðbótin við dagskrá tónleika Ed Sheeran sem fara fram á Laugardalsvelli í sumar. Auk hennar hita Zara Larsson og James Bay upp.

Í tilkynningu frá Senu, skipuleggjendum tónleikanna, segir að Sheeran hafi sjálfur valið Glowie eftir að hafa hlustað á tónlist hennar.

Glowie, sem er 22 ára, komst á plötusamning hjá Columbia árið 2017. Hún býr nú í London þar sem hún vinnur að fyrstu breiðskífu sinni. 

Ed Sheeran heldur tvenna tónleika á Laugardalsvelli, 10. og 11. ágúst. Þrjátíuþúsund miðar voru í boði á fyrri tónleikana og seldust þeir upp á innan við þremur tímum. Enn eru lausir miðar á aukatónleikana 11. ágúst.

Tengdar fréttir

Tónlist

Glowie við BBC: Uppnefnd fyrir að vera grönn

Popptónlist

Glowie á lista NME yfir spennandi listamenn

Tónlist

Daníel Breki fær loksins að sjá Ed Sheeran

Menningarefni

Segir Sheeran góðan og sjarmerandi gaur