Söngkonan Glowie er síðasta viðbótin við dagskrá tónleika Ed Sheeran sem fara fram á Laugardalsvelli í sumar. Auk hennar hita Zara Larsson og James Bay upp.
Í tilkynningu frá Senu, skipuleggjendum tónleikanna, segir að Sheeran hafi sjálfur valið Glowie eftir að hafa hlustað á tónlist hennar.