Dýrabann í fjölleikahúsum í Rúmeníu

13.06.2017 - 16:34
epa02498069 Animal trainer Christian Walliser practices with four tigers in the ring of Circus Barelli in Frankfurt Main, Germany, 16 December 2010. The rehearsal is an act of trust between human and animal: Walliser was attacked and critically injured by
 Mynd: EPA - DPA
Ljón, tígrisdýr, birnir og önnur villt dýr verða bönnuð í fjölleikahúsum í Rúmeníu þegar frumvarp sem samþykkt var í dag verður að lögum.

Fréttastofan AFP segir að fjölleikahús muni þó geta notað fáein dýr á borð við höfrunga og páfagauka að uppfylltum vissum skilyrðum.

Lögin öðlist gildi þegar forseti Rúmeníu hafi staðfest þau og fái fjölleikahús eitt og hálft ár til aðlögunar. Forsvarsmenn fjölleikahúsa geti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi fari þeir ekki eftir hinum nýju lögum.

Málið kom til umfjöllunar á rúmenska þinginu eftir að sirkusdýr drápust í eldsvoða í Búkarest í janúar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi