Dýfingar

Mynd með færslu
 Mynd:

Dýfingar

05.03.2013 - 20:45
Aðstæður til að stunda dýfingar á Íslandi eru ekki beint til að hrópa húrra fyrir og kannski ein helsta ástæða þess að Íslendingar stunda þessa íþrótt lítið. Þó eru nokkrir sem æfa dýfingar og gera það í Sundhöllinni í Reykjavík þar sem aðstæður eru hvað bestar.

360 gráður litu við í Sundhöllinni og heimsóttu dýfingafólk og sáu hvað það er að gera á æfingum og af hverju það ákvað að láta slag standa og prófa.

Íþrótta- og mannlífsþátturinn 360 gráður er á dagskrá RÚV á þriðjudagskvöldum klukkan 20:10.

Fylgstu líka með okkur á facebook.