Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Duran Duran á leið til Íslands

Duran Duran
 Mynd: Fréttir

Duran Duran á leið til Íslands

16.04.2019 - 09:13

Höfundar

Hljómsveitin Duran Duran heldur tónleika í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi. Sveitin hélt eftirminnilega tónleika í Egilshöll fyrir fjórtán árum síðan.

Duran Duran var stofnuð árið 1978 í Birmingham á Englandi.  Ferill sveitarinnar spannar fjóra áratugi og hún hefur selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tvennra Grammy verðlauna, tvennra Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin hélt tónleika í Egilshöll árið 2005. 

Hljómsveitin er staðráðin í að halda aðra eftirminnilega tónleika hér á landi en í Laugardalshöll verður spilað brot af því besta frá ferli sveitarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu um tónleikana.  

„Ef tónleikarnir sem við héldum á Íslandi árið 2005 gefa einhverja hugmynd um tónleikana 25. júní í Laugardalshöll, þá setefna þeir í að verða stórkostleg skemmtun og frábær upplifun. Ég hlakka til að vaka alla nótinna eins og ég gerði síðast, “ er haft eftir Simon Le Bon, söngvara Duran Duran, í tilkynningunni. 

Miðasala hefst klukkan tíu að morgni 24. apríl næstkomandi á tix.is.