Dúkkuhúsið á Flúðum

Mynd með færslu
 Mynd:

Dúkkuhúsið á Flúðum

05.07.2013 - 10:07
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn kemur 7. júlí. Morgunútvarpið sló á þráðinn til Margrétar Emilsdóttur sem rekur Dúkkusafnið á Flúðum.

Dúkkusafnið hennar er sennilega stærsta dúkkusafn landsins. Það er í bílskúr á Laugarlandi, rétt fyrir ofan sundlaugina. Margrét Emilsdóttir á allar dúkkurnar sjálf, en þær eru um fimm hundruð talsins.