Dróst á eftir bíl

14.08.2016 - 14:14
íslenskur sjúkrabíll.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann dróst á eftir bíl á Tryggvagötu. Sjónarvottur segir að svo hafi virst sem maðurinn hafi reynt að komast inn í bílinn og farþegar bílsins ekki viljað fá hann inn. Maðurinn hafi því haldið föstum tökum í bílinn og hlaupið með honum þar til bílinn hafi farið of hratt. Þá hafi maðurinn fallið harkalega í götuna og slasast.

Bíllinn hélt áfram að keyra frá slysstað eftir að maðurinn sleppti. Maðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, fékk högg á höfuðið þegar hann féll frá bílnum og missti meðvitund en kom fljótlega til aftur.

Erlendur ferðamaður kom fyrstur að manninum og hlúði að honum. Lögregla tók skýrslu af hinum slasaða áður en hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjónarvottur segir að maðurinn hafi verið ringlaður eftir höfuðhöggið.

Katrín Lilja Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi