Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Drífandi skrifar ekki undir kjarasamninga

22.12.2013 - 09:53
Mynd með færslu
 Mynd:
Drífandi stéttarfélag skrifaði ekki undir fyrirliggjandi kjarasamninga. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að launahækkanir samkvæmt kjarasamningnum, skiptist afar óréttlátt niður.

Þeir sem hafi lægst laun, fái fæstar krónur og minnstar skattaalækkanir. Þeir sem hafi hæst laun, fái mest. Þá segir að samningurinn og samkomulagið við ríkisstjórnina geri ekkert annað en auka enn misskiptinguna í þjóðfélaginu. Ekkert sé tekið á getu útflutningsatvinnugreinanna til að greiða starfsfólki sínu hærri laun en samningurinn taki til.