Mikil mildi þykir að virk sprengjukúla hafi ekki sprungið í höndum drengja sem léku sér að því að kasta henni á milli sín í Seyðisfirði í vikunni. Eftir að þeir létu foreldra sína vita af þessum torkennilega hlut sem þeir höfðu fundið var sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð til, sprengjan gerð óvirk og henni eytt. Talið er að sprengjukúlan sé úr loftvarnabyssu breska olíuskipsins El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar.