Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Dregur úr óvissu í heimsviðskiptum

20.01.2020 - 15:08
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Bætt samskipti Bandaríkjanna og Kína á viðskiptasviðinu hafa dregið úr óvissu og botni heimsviðskiptanna kann að hafa verið náð. Hins vegar hefur versnandi efnahagsástand á Indlandi áhrif á heimsvísu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu World Economic Outlook, hagvísum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.

Spáin um hagvöxt í heiminum lækkar lítillega frá spánni í október. Sérfræðingar stofnunarinnar telja að hann verði 3,3 prósent í ár og 3,4 prósent árið 2021. Ástandið á Indlandi er aðalástæða þess að spáin lækkar.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV