Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Dregið úr umdeildum sumarlokunum

28.06.2010 - 18:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Dregið verður úr umdeildum sumarlokunum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en til stóð að fella niður síðdegisvaktir út sumarið.

Tilgangur sumarlokunarinnar var að spara en heilsugæslan þarf að skera niður eins og fleiri stofnanir. Læknavaktin hefði tekið við verkefnunum auk þess sem fólki var vísað á neyðarmóttöku Landspítalans, svo nokkuð óljóst er hver heildarsparnaðurinn hefði verið, ef nokkur.

Nú segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra að lokunin verði umfangsminni en til stóð. Í stórum hverfum, eins og Breiðholti, í Grafarvoginum, miðbænum og vesturbænum hefur ekki tekist samkomulag um opnun.