Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Draumaferðin snerist upp í martröð

13.02.2020 - 08:56
epa08213954 A fishing boat sails past the MS Westerdam cruise ship near a sea port in Preah Sihanouk province, Cambodia, 13 February 2020. The Cambodian government allowed the MS Westerdam cruise ship, with about 2,000 passengers and crew aboard, to dock at Preah Sihanouk port, according to local media reports. The cruise ship was denied port by four countries over unsubstantiated reports that people infected with covid-19, or coronavirus, were onboard.  EPA-EFE/KITH SEREY
Skemmtiferðaskipið Westerdam undan strönd Kambódíu í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Það sem átti að verða draumaferð fyrir farþega bandaríska skemmtiferðaskipsins Westerdam snerist upp í martröð vegna kórónaveirunnar COVID-19.

Til stóð að fara með nærri 1.500 farþega um Austur-Asíu. Ferðin hófst í Hong Kong 1. febrúar og átti að ljúka í Yokohama í Japan.

Yfirvöld í Japan, á Guam, Filippseyjum, Taívan og í Taílandi bönnuðu skipinu að koma þangað af ótta við að einhverjir um borð kynnu að vera smitaðir, en forsvarsmenn skipafélagsins staðhæfa að svo sé ekki.

Það voru loks stjórnvöld í Kambódíu sem féllust á að skipið fengi að koma þar til hafnar í Sihanoukville á suðurströnd landsins og segjast farþegar vonast til að fá að fara þar frá borði.

Greint var frá því í morgun að 44 til viðbótar hefu greinst með kórónaveiruna um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem kyrrsett var á dögunum í Yokohama í Japan. Þar eru nú 218 smitaðir, en 3.700 manns eru einangraðir um borð.
 

Fréttin hefur verið uppfærð.