Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Dorian enn yfir Grand Bahama

03.09.2019 - 08:00
epa07814007 A handout photo made available by NASA shows an image of Hurricane Dorian's eye taken by NASA astronaut Nick Hague, from aboard the International Space Station (ISS), 02 September 2019. The station orbits more than 200 miles above the Earth. Hurricane Dorian, which made landfall on the Bahamas as category 5 and now reclassified as category 4, is expected to continue on its projected path towards the Florida coast in the upcoming days.  EPA-EFE/NASA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Miðja fellibylsins Dorian. Myndin er tekin úr alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut um jörðu. Mynd: EPA-EFE - NASA
Fellibylurinn Dorian er enn yfir Bahama-eyjum en heldur hefur dregið úr vindhraða hans. Fimm hafa látist í óveðrinu og þúsundir húsa eyðilagst.

Fellibylurinn hefur lítið sem ekkert færst úr stað síðan í gær, og liggur enn yfir eynni Grand Bahama. Dorian var í fyrradag skilgreindur fimmta og efsta stigs fellibylur, en telst nú þriðja stigs bylur.

Einungis er vitað um manntjón á Abaco-eyjum austur af Grand Bahama, en tjón er þar mikið og hefur bandaríska strandgæslan sent þangað skip og mannskap til að aðstoða sjúka og slasaða. Alvarlega slasaðir verða fluttir til eyjarinnar New Providence.

Víða á Abaco-eyjum og Grand Bahama eru stór svæði undir vatni, svo erfitt er að sinna hjálpar- og björgunarstarfi.

Búist er við að fellibylurinn verði yfir Bahama-eyjum í allt að sólarhring í viðbót, en haldi þá í vesturátt. Hann fari þá líklega upp að strönd Flórída, þar sem þegar er farið að hvessa, og þaðan fari hann með fram Georgíu og Suður-Karólínu.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkjum við austurströnd Bandaríkjanna og víða hefur íbúum í strandhéruðum verið gert að forða sér í öruggt skjól

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV