Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Dóri Braga - Stevie Ray og T. Rex

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Dóri Braga - Stevie Ray og T. Rex

31.03.2017 - 13:15

Höfundar

Gestur Füzz í kvöld er herra blús, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík, Dóri Braga – Halldór Bragason sem hóf blúsinn á Íslandi upp til mikilla vinsælda fyrir mörgum árum með reglulegum blúskvöldum á hótel Borg. Hann stofnaði Vini Dóra og síðan Blue Ice band sem hefur ferðast víða um heim á undanförnum árum.

Blúshátíðina í Reykjavík setti Dóri á laggirnar fyrir 13 árum síðan með hjálp góðs fólks. Fyrstu árin var hún haldin á Hótel Borg en síðan hefur hún náð að festa sig í sessi á Reykjavík Hilton Nordica. Blúshátíðin er alltaf haldin í vikunni fyrir páskadag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag (skírdag).
Dóri Braga kemur í heimsókn kl. 21.00 og spilar tvö lög af uppáhalds rokkplötunni sinni auk þess sem við verðum með miða á blúshátíðina til að gefa.

A+B kemur að þessu sinni frá T. Rex og tengist hinum nýlátna Chuck Berry sem kemur líka við sögu í þættinum, en planið er að spila lög eftir Chuck Berry í flutningi annara og lög sem aðrir sömdu undir áhrifum frá honum.

Plata þáttarins er svo Texas Flood, fyrsta plata blúsgítarleikarans og söngvarans Stevie Ray Vaughan sem kom út 1983. Stevie sló fljótlega í gegn og vakti svo enn meiri athygli þegar David Bowie fékk hann til að spila gítara á plötunni sinni Let´s Dance sama ár og Texas Flood kom út, hann á stórleik þar og setur mikinn svip á þessa vinsælu plötu.

Óskalagasíminn er 5687-123

Hér er lagalistinn:
Kaleo - Rockn´roller
Stevie Ray Vaughan - Pride and joy
Rolling Stones - Brown sugar
Chuck Berry - School days
Vinir Dóra - Mér líður vel
Janis Joplin - Piece of my heart
Gary Clark jr - Grinder (live)
Johnny Winter - Rock´n roll, hoochie koo
David Bowie - White light - white heat

SÍMATÍMI
Kolrassa Krókríðandi - Hellismannakvæði
Mammút - Blóðberg
Iron Maiden - Fear of the dark (live)
Jerry Lee Lewis - I saw here standing there
CCR - Ninety nine and a half
Deep Purple - Strange kind of woman (live)

VIÐTAL VIÐ JOE LYNN TURNER
Deep Purple - King of dreams

GESTUR ÞÁTTARINS - HALLDÓR BRAGASON MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA
Stevie Ray Vaughan - Texas Flood
DÓRI
The WHo - Magic bus (live)
DÓRI
The Who - My generation (live)

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og það gleður hann að segja frá því að allir þættirnir sem búið er að útvarpa eru komnir í Hlaðvarp RÚV og í Podcastið á I-tunes þar sem hægt er að gerast áskrifandi að þáttunum.
Óli er með netfangið [email protected] - ef það er eitthvað..

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ása Músíktilrauna, Ray Davies og Rainbow

Popptónlist

Gítar, reykelsi og meiri gítar

Popptónlist

Eistnaflugsforinginn, Slade og Van Halen

Popptónlist

Music from Big Pink og uppáhald Stefaníu