Helga Þórðardóttir, varaformaður Dögunar. Mynd: Dögun

Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.
Dögun býður ekki fram á landsvísu
02.10.2017 - 06:40
Dögun hefur ákveðið að bjóða ekki fram á landsvísu í Alþingiskosningunum sem fram fara í lok mánaðarins.
Í tilkynningu frá Dögun kemur fram að félagsmenn í einstökum kjördæmum hafi frjálsar hendur um framboð undir listabókstaf flokksins. Þá segir í tilkynningunni að framkvæmdaráð Dögunar sé opið fyrir samstarfi á grundvelli málefna Dögunar.
Dögun bauð fyrst fram í Alþingiskosningum 2013 og var með framboð í öllum kjördæmum í kosningunum í fyrra, en náði ekki manni inn á þing.
Í Dögun sameinaðist fólk úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni og Frjálslynda flokknum, meðal annarra.
Framboðslisti Dögunar í Suðurkjördæmi:
- Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
kennari og náms- og starfsráðgjafi - Aníta Engley Guðbergsdóttir
viðburðastjórnandi og nemi - Ásta Bryndís Schram
lektor HÍ - Gunnhildur H. S. Magnúsdóttir
húsmóðir og nemi í HÍ - María Líndal Jóhannsdóttir
byggingafræðingur - Davíð Páll Sigurðsson
afgreiðslumaður - Haukur Hilmarsson
ráðgjafi í fjármálahegðun - Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir
húsmóðir og nemi - Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir
BA í sálfræði og nemi í HÍ - Gunnar Skúli Ármannsson
læknir - Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar
lyfjatæknir - Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson
framkvæmdastjóri - Baldvin Björgvinsson
raffræðingur og framhaldsskólakennari - Sigrún Ólafsdóttir
matvælafræðingur - Sigmar Þór Rögnvaldsson
Öryggisvörður - Þór Snorrason
vélamaður - Fanný Björk Ástráðsdóttir
þroskaþjálfi - Karitas Ósk Þorsteinsdóttir
stílisti - Jóhanna Gunnarsdóttir
grunnskólakennari - Elín Ingólfsdóttir
heldri borgari