Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Dögun býður ekki fram á landsvísu

02.10.2017 - 06:40
Mynd með færslu
Helga Þórðardóttir, varaformaður Dögunar.  Mynd: Dögun
Dögun hefur ákveðið að bjóða ekki fram á landsvísu í Alþingiskosningunum sem fram fara í lok mánaðarins.

Í tilkynningu frá Dögun kemur fram að félagsmenn í einstökum kjördæmum hafi frjálsar hendur um framboð undir listabókstaf flokksins. Þá segir í tilkynningunni að framkvæmdaráð Dögunar sé opið fyrir samstarfi á grundvelli málefna Dögunar.

Dögun bauð fyrst fram í Alþingiskosningum 2013 og var með framboð í öllum kjördæmum í kosningunum í fyrra, en náði ekki manni inn á þing.

Í Dögun sameinaðist fólk úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni og Frjálslynda flokknum, meðal annarra.

Framboðslisti Dögunar í Suðurkjördæmi: 

 1. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
  kennari og náms- og starfsráðgjafi
 2. Aníta Engley Guðbergsdóttir
  viðburðastjórnandi og nemi
 3. Ásta Bryndís Schram
  lektor HÍ
 4. Gunnhildur H. S. Magnúsdóttir
  húsmóðir og nemi í HÍ
 5. María Líndal Jóhannsdóttir
  byggingafræðingur
 6. Davíð Páll Sigurðsson
  afgreiðslumaður
 7. Haukur Hilmarsson
  ráðgjafi í fjármálahegðun
 8. Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir
  húsmóðir og nemi
 9. Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir
  BA í sálfræði og nemi í HÍ
 10. Gunnar Skúli Ármannsson
  læknir
 11. Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar
  lyfjatæknir
 12. Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson
  framkvæmdastjóri
 13. Baldvin Björgvinsson
  raffræðingur og framhaldsskólakennari
 14. Sigrún Ólafsdóttir
  matvælafræðingur
 15. Sigmar Þór Rögnvaldsson
  Öryggisvörður
 16. Þór Snorrason
  vélamaður
 17. Fanný Björk Ástráðsdóttir
  þroskaþjálfi
 18. Karitas Ósk Þorsteinsdóttir
  stílisti
 19. Jóhanna Gunnarsdóttir
  grunnskólakennari
 20. Elín Ingólfsdóttir
  heldri borgari

 

 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV