Djúp sprunga fannst undir göngustíg

31.03.2011 - 12:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Djúp gjá hefur uppgötvast undir Kárastaðastíg, efst í Almannagjá. Starfsmenn þjóðgarðsins uppgötvuðu hana í morgun við skoðun á holu sem myndaðist í stíginn í vorleysingunum.

Leiðsögumaður gekk fram á holuna og lét vita af henni. Hún virtist ósköp sakleysisleg við fyrstu sýn, rétt um 20 cm í þvermál. Þegar betur var að gáð kom hins vegar mikið gímald í ljós undir henni.

Gjáin er um 10-14 metra djúp og er undir miðjum göngustígnum niður í Almannagjá, á óheppilegasta stað þar sem stígurinn er þrengstur.   Barmar sprungunnar eru lausir og erfitt að komast framhjá.

Nýtt: 17:59
Gönguleiðin hefur nú verið opnuð aftur en hún var lokuð allri umferð í dag.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi