Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Di Maio yngsti utanríkisráðherra Ítalíu

04.09.2019 - 15:36
Erlent · Ítalía · Evrópa
epa07814639 M5S (Five Star Movement) leader Luigi Di Maio addresses the media as he comes back to Chigi Palace after having lunch, in Rome, Italy, 03 September 2019. An online vote of grass-roots members of the anti-establishment 5-Star Movement (M5S) to ratify a possible government alliance with the centre-left Democratic Party (PD) got under way at nine o'clock Tuesday morning. Voting on the Rousseau platform will be open until six o'clock this evening. If the vote is positive then premier-designate Giuseppe Conte, also outgoing premier, will probably return to President Sergio Mattarella and say he will go ahead on the M5S-PD government-formation bid.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO
Luigi Di Maio, verðandi utanríkisráðherra Ítalíu. Mynd: EPA-EFE - ANSA
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti í dag ráðherra nýrrar ríkisstjórnar Fimmstjörnuhreyfingarinnar og Lýðræðisflokksins sem sverja embættiseið á morgun. Tuttugu og einn ráðherra verður í stjórninni, þriðjungurinn konur. 

Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, sem var iðnaðar- og atvinnumálaráðherra sem og varaforsætisráðherra í fráfarandi stjórn hreyfingarinnar og Bandalagsins, verður utanríkisráðherra og yngstur til að gegna því embætti á Ítalíu, einungis 33 ára gamall.

Fjármálaráðherra verður Roberto Gualtieri úr Lýðræðisflokknum. Hann hefur undanfarin ár hefur gegnt formennsku í efnahagsmálanefnd Evrópuþingsins.

Luciana Lamorgese, verður innanríkisráðherra. Hún hefur lengi starfað hjá hinu opinbera og ekki verið tengd neinum stjórnmálaflokki. Hún tekur við af Matteo Salvini, leiðtoga Bandalagsins, sem sprengdi fráfarandi stjórn.

Til að treysta meirihlutann á þingi var Frelsis- og jafnréttisflokknum, smáflokki á vinstri vængnum, boðið sæti í stjórn og fær hann ráðuneyti heilbrigðismála.

Báðar deildir þingsins verða að leggja blessun sína yfir nýja stjórn og verða líklega greidd atkvæði um hana undir lok vikunnar.