Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Dettifossvegi lokað vegna hættuástands

28.05.2016 - 22:49
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Dettifossvegi, þjóðvegi 862, hefur verið lokað vegna hláku og vatnavaxta á útsýnissvæðinu við Dettifoss. Hættuástand er við svæðið vegna þessa. Veginum er lokað þar til ástandið batnar að sögn Vegagerðarinnar. Veðurstofan varar við því að undanfarið hefur rennsli í ám aukist vegna leysinga og verður áframhald þar næstu daga.

 Talsverðri rigningu er spáð um landið vestanvert og á sunnanverðum Vestfjörðum, samhliða hlýnandi veðri á norðan og austanverðu landinu. Vegfarendur eru hvattir til að gæta varúðar og sýna aðgát við vatnsföll. Vöð á ám geta verið varhugaverð.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV