Denver hafði betur í oddaleiknum

San Antonio Spurs guard Bryn Forbes, left, drives to the rim for a basket past Denver Nuggets guard Will Barton in the second half of Game 7 of an NBA basketball first-round playoff series, Saturday, April 27, 2019, in Denver. The Nuggets won 90-86 to advance to the second round against Portland. (AP Photo/David Zalubowski)
 Mynd: AP

Denver hafði betur í oddaleiknum

28.04.2019 - 07:51
Denver Nuggets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildar NBA deildarinnar með 90-86 sigri gegn San Antonio Spurs í oddaleik. Denver mætir Portland Trailblazers í undanúrslitum. Þá hófust undanúrslit Austurdeildarinnar í nótt með viðureign Toronto Raptors og Philadelphia 76ers, þar sem Kawhi Leonard leiddi kanadíska liðið til sigurs með 108 stigum gegn 95.

Leonard skoraði 45 stig og tók 11 fráköst þegar Toronto tók forystuna í einvígi sínu gegn Philadelphia. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Pascal Siakam kom næstur Leonard í stigaskorun með 29 stig, en JJ Redick var stigahæstur gestanna með 17 stig.

Í oddaleiknum í Denver voru heimamenn skrefinu á undan frá upphafi leiks. Þeir náðu mest 17 stiga forystu og leiddu með 11 stigum áður en fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Þegar innan við mínúta var eftir náðu gestirnir úr Texas að minnka muninn í aðeins tvö stig, 88-86. Jamal Murray skoraði hins vegar síðustu tvö stig leiksins fyrir Denver og tryggja þeim sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Murray var stigahæstur heimamanna með 23 stig, en Nikola Jokic átti stórleik, skoraði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Rudy Gay kom öflugur inn af bekknum hjá San Antonio og skoraði 21 stig. Næstir honum voru Bryn Forbes og DeMar Rozan með 19 stig hvor.

Tveir leikir verða háðir í úrslitakeppninni í kvöld. Milwaukee Bucks taka á móti Boston Celtics í undnanúrslitum Austurdeildarinnar, og Houston Rockets leikur gegn Golden State Warriors í Vesturdeildinni.