Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Davíð Oddsson styrkti Sævar Ciesielski

25.07.2018 - 12:12
„Ég tel að það sé rúm fyrir þau
 Mynd: Golli - Morgunblaðið
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, styrkti Sævar Ciesielski um „væna“ fjárhæð þegar Sævar glímdi við fjárhagserfiðleika á tíunda áratug síðustu aldar.

Þetta staðfestir Davíð í skriflegu svari til visir.is

Upphaf málsins má rekja til athugasemdar sem birtist við grein Jóns Steinars Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmanns. Hún var svar við grein Hafþórs Sævarssonar, sonar Sævars, sem taldi óheppilegt að Jón Steinar væri skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem verður flutt fyrir Hæstarétti í september - Jón Steinar væri vanhæfur.

Í athugasemdinni, sem er skrifuð af manni undir nafninu Sigurfreyr Jónasson  kemur fram að Davíð hafi reynt af bestu getu að rétta hlut Sævars þegar Davíð var forsætisráðherra. 

Sævar hafi til að mynda eitt sinn gengið á fund Davíðs og sagt honum að hann væri mjög skuldugur vegna málareksturs við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.

Sævar hafi því beðið Davíð um að hjálpa sér þar sem hann hafi verið við það að gefast upp. Sigurfreyr upplýsir að Davíð hafi gefið Sævari væna fjárhæð þannig að hann gæti haldið baráttunni áfram. 

Davíð segir í skriflegu svari til visir.is að þetta sé efnislega rétt en vildi ekki upplýsa hvar fundur hans og Sævars hefði farið fram né hve há upphæðin hefði verið. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV