Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Davíð Oddsson í landsdómi - viðtal

06.03.2012 - 19:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, gaf skýrslu fyrir landsdómi í dag. Hann sagði að setning neyðarlaganna hefði verið rétt úrræði á sínum tíma. Geir H. Haarde hefði ekki átt önnur úrræði þegar bankarnir voru komnir í þrot nema þá að segja af sér sem hefði verið ábyrgðarlaust.

Bekkurinn var þéttsetinn meðan Davíð gaf skýrslu og færri gátu fylgst með en vildu. Davíð svaraði spurningum fréttamanna að lokinni skýrslutöku eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.