Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

David Cameron hættir þingmennsku

12.09.2016 - 14:39
Erlent · Brexit · Evrópa
epa05536666 (FILE) A file picture dated 04 May 2010 shows then British Conservative Party leader David Cameron gestures at La Mon House Hotel in east Belfast, Northern Ireland, Britain. According to reports from  12 September 2016, Cameron is to resign as
 Mynd: EPA - EPA FILE
David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins ætlar að hverfa af þingi og kosið verður að nýju í kjördæmi hans Witney í Oxfordskíri. Cameron hætti sem forsætisráðherra eftir að meirihluti kjósenda samþykkti úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og Teresa May tók hans stað.

Cameron sagði þá að þó hann hætti sem forsætisráðherra sæti hann á þingi út kjörtímabilið. Cameron sem er tæplega fimmtugur hefur verið þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í fimmtán ár; leiðtogi Íhaldsmanna frá 2005 og var forsætisráðherra í sex ár. Ekki fylgir sögunni í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur.