Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Dauðarefsingar krafist í Khashoggi máli

03.01.2019 - 10:34
Erlent · Asía · Khasoggi
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkissaksóknari í Sádi-Arabíu krefst dauðarefsingar yfir fimm af ellefu mönnum sem sakaðir eru um aðild að morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Réttarhöld í málinu hófust í Ríad í morgun.

Ríkisfréttastofa landsins greindi frá kröfu saksóknara og sagði að allir sakborninga hefðu verið við réttarhöldin í morgun. 

Jamal Khashoggi var myrtur í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október.

Hópur Sádi-Araba er talinn hafa farið þangað í þeim tilgangi að ráða hann af dögum. Telja margir að Mohammed bin Salman krónprins hafi staðið á bak við morðið.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV