Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Danadrottning væntanleg til landsins

05.11.2013 - 17:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Margrét Þórhildur Danadrottning er væntanleg til landsins. Drottningin ætlar að vera viðstödd afmælisdagskrá í tilefni af 350 afmæli Árna Magnússonar þann þrettánda nóvember næstkomandi.

Stofnun Árna Magnússonar efnir til margvíslegra viðburða og verkefna í tilefni afmælisársins. Alþjóðleg ráðstefna um handrit var haldin í Reykjavík í október. Þann 13. nóvember, á afmælisdag Árna, verður haldinn sérstakur afmælisfyrirlestur og hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu.

Dagskrá drottningar má nálgast á vef dönsku konungshallarinnar.