Afkomendur Hólmríðar hafa löngum hvatt hana til að gefa út bók með ljóðum sínum en börn hennar og barnabörn hafa sum gert skáldskap og texta að lífsstarfi. Að endingu tókst þeim að sannfæra hana um að ljóðin ættu erindi á bók og nú fyrir jólin kom út ljóðabókin Dagar sóleyjanna koma sem er hending úr ljóði í fyrsta hluta bókarinar.
Hólmfríður Sigurðardóttir tók á móti þáttastjórnanda þáttarins Orð*um bækur í síðustu viku, sagði frá bókinni og las nokkur ljóð.
Þegar bókin kom út, skreytt kápumynd eftir Hólmfríði, var hún að vonum glöð og tók til við að setja eintök af bókinni í umslög til að gefa vinum og fjölskyldu enda bókin tileinkuð fjölskyldunni.
Góð viðbrögð við bókinn hafa svo nú sannfært Hólmfríði um að bókin fái að halda út í heim og mun hún von bráðar verða fáanlega í bókabúðum og á bókasöfnum.