Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui, sem í fyrra olli miklu uppnámið þegar hann kvaðst hafa gert erfðabreytingar á börnum, var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa stundað óheimilar aðferðir í læknavísindum. Honum var einnig gert að greiða sekt að jafnvirði rúmlega 50 milljóna króna.