Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Dæmdur fyrir ólöglegar erfðabreytingar

30.12.2019 - 09:51
Erlent · Asía · Kína
epa08094584 (FILE) - Mainland Chinese scientist He Jiankui presents his work at the Second International Summit on Human Genome Editing, at the University of Hong Kong in Hong Kong, China, 28 November 2018 (reissued 30 December 2019). The scientist was sentenced on 31 December 2019 to three years in prison for illegal practice by a court in Shenzhen. In 2018 Jiankui claimed to have created the world's first genetically-edited twin babies. Critics have called the scientist's work medically unnecessary and ethically questionable.  EPA-EFE/ALEX HOFFORD
He JianKui greinir frá tilraunum sínum í nóvember í fyrra. Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui, sem í fyrra olli miklu uppnámið þegar hann kvaðst hafa gert erfðabreytingar á börnum, var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa stundað óheimilar aðferðir í læknavísindum. Honum var einnig gert að greiða sekt að jafnvirði rúmlega 50 milljóna króna. 

He greindi frá því í nóvember í fyrra að hann hefði gert breytingar á erfðaefni tvíbura sem fæðst hefðu í sama mánuði í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þeir gætu veikst af HIV-veirunni sem veldur alnæmi.

Yfirlýsing hans olli miklu uppnámi og reiði um allan heim og leiddi til mikilla umræðna um siðferði í raunvísindum og eftirlit með vísindarannsóknum í Kína. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV