Dæmdum morðingjum sleppt

28.05.2019 - 09:29
epa06966457 A border guard police sits inside the police outpost near the Inn Din village in Maungdaw township, Rakhine State, western Myanmar, 23 August 2018. The Rohingya crisis started in August 2017, when Rohingya militants launched a series of attacks on multiple Myanmar government posts in the region, leading the army to unleash a large military campaign that drove around 700,000 Rohingyas across the border and declaration of the Arakan Rohingya Salvation Army (ARSA), a Rohingya insurgent group active in northern Rakhine State, as a terrorist group on 25 August 2017 by the Myanmar Central Committee for Counter Terrorism.  EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Varðstöð hersins við þorpið Inn Din í Mjanmar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Mjanmar hafa sleppt sjö hermönnum sem í fyrra voru dæmdir í 10 ára þrælkunarvinnu fyrir morð á tíu Rohingjum, tíu almennum borgurum sem drepnir voru í þorpinu  Inn Din í Rakhine-héraði í september 2017.

Fangelsisyfirvöld hafa ekki gefið neinar skýringar á því, en þegar mennirnir voru dæmdir sagði yfirmaður hersins það sýna að hermenn yrðu látnir sæta ábyrgð.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma ákvörðun yfirvalda að sleppa hermönnunum og segja hana undirstrika að líf Rohingja sé ekki mikils virði í Mjanmar.

Að sögn fréttastofunnar AFP sátu hermennirnir skemmri tíma í fangelsi en tveir fréttamenn Reuters sem handteknir voru fyrir að segja frá morðunum í Inn Din. Fréttamönnunum tveimur var sleppt fyrr í þessum mánuði eftir meira en 500 daga í haldi.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi