Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

COVID-19: Meira en 10.000 hafa látist

20.03.2020 - 08:09
epa08308213 Nurses prepare a test kit before collecting a specimen from a patient at a coroanvirus drive through testing location in Seattle, Washington, USA, 19 March 2020. UW Medicine is offering COVID-19 tests to patients with appointments after an initial screening.  EPA-EFE/STEPHEN BRASHEAR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nærri 250.000 hafa greinst smitaðir af COVID-19 kórónaveirunni á heimsvísu og meira en 10.000 látist af völdum hennar. Meira en 85.000 hafa náð sér af sjúkdómnum.

Tilkynnt hefur verið um hátt í 430 dauðsföll af völdum kórónaveirunnar á Ítalíu síðan í gær, en þar hafa nú meira en fjögur þúsund látist af hennar völdum. Þetta eru fleiri en skráð dauðsföll í Kína.

Meira en 40.000 hafa greinst smitaðir á Ítalíu. Um átján þúsund hafa greinst smitaðir í Íran og á Spáni, um fimmtán þúsund í Þýskalandi og fjórtán þúsund í Bandaríkjunum.