Nærri 250.000 hafa greinst smitaðir af COVID-19 kórónaveirunni á heimsvísu og meira en 10.000 látist af völdum hennar. Meira en 85.000 hafa náð sér af sjúkdómnum.
Tilkynnt hefur verið um hátt í 430 dauðsföll af völdum kórónaveirunnar á Ítalíu síðan í gær, en þar hafa nú meira en fjögur þúsund látist af hennar völdum. Þetta eru fleiri en skráð dauðsföll í Kína.
Meira en 40.000 hafa greinst smitaðir á Ítalíu. Um átján þúsund hafa greinst smitaðir í Íran og á Spáni, um fimmtán þúsund í Þýskalandi og fjórtán þúsund í Bandaríkjunum.