Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

COVID-19 breiðist út um Rómönsku-Ameríku

18.03.2020 - 08:17
epa08299399 Citizens stand in front of the San Juan de Dios Hospital in Santa Cruz, Bolivia, 16 March 2020. The city remains empty after the authorities applied the extraordinary restriction measures to the fight the spread of the COVID-19 coronavirus.  EPA-EFE/JUAN CARLOS TORREJON
Við sjúkrahús í Santa Cruz í Bólivíu. Mynd: EPA-EFE - EFE
Stjórnvöld í Bólivíu og Kólumbíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins sem farinn er að breiðast út um Rómönsku-Ameríku. Í

Bólivíu hefur verið gefin út fyrirskipun um útgöngubann frá sólarlagi til sólarupprásar sem gilda mun til mánaðamóta. Landamæri verða lokuð fyrir útlendingum innan tveggja sólarhringa og allt millilandaflug stöðvað innan þriggja sólarhringa. Farið er að ræða um að fresta kosningum sem vera eiga í Bólivíu 3. maí. 

Í Brasilíu, Chile og Perú hafa hundruð greinst með veiruna. Fyrsta dauðsfallið af völdum hennar í Brasilíu hefur verið staðfest og lýst hefur verið yfir neyðarástandi í Sao Paulo og Rio de Janeiro. Stjórnvöld í Chile að íhuga að fresta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sem vera á seinnipartinn í apríl.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV