Coldplay grynnkar kolefnissporið og skemmtir í beinni

epaselect epa08021028 British front man Chris Martin (R) and guitarist Jonny Buckland (L) of the band Coldplay perform during a concert at the Citadel in Amman, Jordan, 23 November 2019. Coldplay launched their new album, called Everyday Life, on 22 November via live streaming from Jordan. The band performed on 23 November in Amman, in one of the two only concerts planned for the new album. The second concert is due to take place in London.  EPA-EFE/AMEL PAIN BEST QUALITY AVAILABLE
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Coldplay grynnkar kolefnissporið og skemmtir í beinni

26.11.2019 - 14:05

Höfundar

Hljómsveitin Coldplay fer ekki á tónleikaferðalag til að fylgja eftir nýútkominni hljómplötu. Aðdáendur geta þó þerrað tárin um stund því sveitin kemur fram í beinni útsendingu annað kvöld.

Coldplay var að senda frá sér nýja plötu. Hún heitir Everyday Life og áttunda plata þeirra. Hljómsveitin fer hins vegar ekki á tónleikaferðalag um allan heim til að fylgja henni eftir eins og vant er. Slíkar reisur menga vitanlega talsvert og telur sveitin það ekki forsvaranlegt nú á tímum loftslagsvár.

Coldplay segist ekki ætla að leggja af stað í tónleikaferðalag fyrr en það verði unnt á sjálfbæran hátt. Sveitin hélt þó tvenna tónleika í Amman í Jórdaníu á föstudag. Í gær kom hún fram í náttúruminjasafninu í Lundúnum og rann allur ágóði þeirra tónleika til góðgerðarmála á sviði náttúruverndar. Í tilkynningu á vef sveitarinnar segir að búast megi við því að þetta verði einu tónleikar hennar í tengslum við nýju plötuna á Bretlandseyjum.

Aðdáendur Coldplay um heim allan þurfa því að sætta sig við að erfiðara verði að berja hana augum á sviði um skeið, en annað kvöld verður þó hægt að njóta beinnar útsendingar úr Maida Vale, hinu nafnkunna hljóðveri breska ríkisútvarpsins BBC. Útsendingin verður einnig í beinni á Rás 2, klukkan 20 og má búast við að sveitin flytji þar efni af nýju plötunni.

Everyday Life kynningarmynd.
 Mynd: EMI
Coldplay í hversdagslegum gír.

Viðbrögðin við plötunni hafa verið misjöfn. Gagnrýnandi The Guardian segir að hún hafi að geyma pottþétta smelli í bland við vafasama tilraunamennsku. Variety segir að þrátt fyrir auðsýnilega viðleitni til að rista djúpt mistakist sveitinni ætlunarverkið. Á meðan varar gagnrýnandi The Vulture lesendur sína við og segir sveitina hafa náð vopnum sínum á ný eftir dapra tíma. Tónlistarvefritið Pitchfork segir svo að Coldplay hafi ekki hljómað jafn afslöppuð í mörg ár og platan sé ein sú heilsteyptasta sem sveitin hefur gefið út í nokkuð mildilegum dómi upp á 6,8 stig af 10 mögulegum.