Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Coca Cola á Íslandi stöðvar framleiðslu

16.01.2018 - 10:06
epa04687363 Indonesian workers stand near the Coca-Cola products in the Coca Cola Amatil Indonesia (CCAI) Cikekodan Plant in Bekasi, West Java, Indonesia, 31 March 2015. According to reports, the company will build a new plant in Cikedokan with planned
 Mynd: EPA
Coca Cola á Íslandi hefur stöðvað framleiðslu á vörum sínum og tekið til hliðar allar drykkjarvörur sem framleiddar voru í gær og á föstudaginn. Ástæðan er að jarðvegsgerlar fundust í neysluvatni í Reykjavík. Þetta segir Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri fyrirtækisins.

„Við tökum þessu mjög alvarlega,“ segir Stefán. „Við erum hins vegar utan skilgreindra svæða en viljum bara ekki taka neina áhættu og viljum að neytandinn njóti vafans. En við bíðum eftir frekari upplýsingum frá Veitum.“

Stefán segir að ekki þurfi að innkalla neinar vörur, enda hafi ekkert af því sem framleitt var í gær og á föstudaginn verið farið í dreifingu. Ljóst sé að tjónið sé töluvert enda sé um að minnsta kosti tugi bretta af drykkjarföngum að ræða. Vörur sem framleiddar voru fyrir föstudaginn eru taldar í lagi, að sögn Stefáns.