Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Clinton og Trump slógu áhorfendamet

epa05557734 Democrat Hillary Clinton (L) and Republican Donald Trump (R) shake hands at the end of the first Presidential Debate at Hofstra University in Hempstead, New York, USA, 26 September 2016. The only Vice Presidential debate will be held on 04
 Mynd: EPA - GETTY IMAGES POOL
Aldrei hefur verið eins mikil spenna fyrir bandarísku forsetakosningum eins og nú, ef marka má sjónvarpsáhorf á fyrstu forsetakappræðurnar. Um 84 milljónir manna fylgdust með umræðum Clinton og Trump á aðfaranótt mánudags. Þar með var 36 ára gamalt áhorfendamet frá 1980 slegið en 80,6 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með kappræðum Jimmy Carter og Ronald Reagan.

Þrátt fyrir þessar tölur þá er víst að mun fleiri fylgdust með fyrstu kappræðum Clinton og Trump. Áhorfendatölurnar eru einungis byggðar á áhorfi á 13 bandarískar sjónvarpsstöðvar sem sýndu beint frá umræðunum. Í þessum tölum eru því ekki milljónir manna um allan heim sem horfðu á kappræðurnar. 

Hillary Clinton og Donald Trump eiga eftir að mætast í tveimur sjónvarpskappræðum til viðbótar áður en Bandaríkjamenn ganga til kosninga. Fyrst 9. október og þá þann 19. 

Sá sjónvarpsatburður sem hefur fengið mest áhorf í Bandaríkjunum er viðureign New England Patriots og Seattle Seahawks um Ofurskálina, Super Bowl, í fyrra. Rúm 114 milljónir fylgdust með viðureigninni. 

 

Gunnar Sigurðarson
Fréttastofa RÚV