Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Chandrayaan-2 býr sig undir tungllendingu

03.09.2019 - 06:51
epa07717987 A handout photo made available by the Indian Space Research Organisation (ISRO) shows Indian Space Research Organisation (ISRO) orbiter vehicle  'Chandrayaan-2', India's first moon lander and rover mission planned and developed by the ISRO GSLV MKIII-M1 second launch pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, in the Southern Indian state of Tamil Nadu, India, 14 July 2019. The mission to the moon, that was getting ready for lift on 15 July 2019 from Sriharikota using the country's most powerful rocket Geosynchronous satellite Launch Vehicle (GSLV) Mark III, has been called off for today due to a 'technical snag', ISRO announced.  EPA-EFE/ISRO HANDOUT PHOTOGRAPHS HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Indverska geimflaugin á skotpalli sínum. Mynd: EPA-EFE - ISRO HANDOUT PHOTOGRAPHS
Indverska tunglfarið Chandrayaan-2 undirbýr sig nú fyrir lendingu. Al Jazeera hefur eftir indversku geimvísindastofnuninni að aðskilnaður þess hluta geimfarsins sem á að lenda á tunglinu hafi heppnast vel í gær. Reiknað er með að það lendi á suðurpól tunglsins næstu helgi. 

Geimfarinu var skotið upp á sunnanverðu Indlandi 22. júlí. Það er nú um 100 kílómetrum frá yfirborði tunglsins að sögn geimvísindastofnunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Indverjar reyna að lenda geimfari á tunglinu.

Chandrayaan-2 á að rannsaka uppgötvun forvera síns, Chandrayaan-1, sem fann vatn á tunglinu. Heppnist lendingin verður Indland aðeins fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Árið 2022 áforma Indverjar svo að senda mannaða geimflaug út fyrir lofthjúp jarðar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV