
Býst við einhug um nafnið Suðurnesjabær
Rúm 75 prósent greiddu atkvæði með nafninu Suðurnesjabær, rúm 17 prósent völdu nafnið Miðgarður og um 6 prósent íbúa vildi að sveitarfélagið yrði látið heita Heiðarbyggð. Bæjarstjórn hafði gefið út að niðurstaðan yrði bindandi ef kjörsókn væri 50 prósent eða meiri, og ef meirihluti veldi eitt nafnanna.
„Ferlið er þannig að við þurfum að leggja nafnið til við bæjarstjórn fyrst og hún þarf að samþykkja það. Svo fer það til ráðherra. Þannig að ég tel bara mjög líklegt að úr því að það var svona afgerandi eitt nafn sem fékk þessa niðurstöðu, eða 75 prósent atkvæða, að þá fari þetta nokkuð vel í gegnum bæjarstjórn,“ segir Einar Jón.
Erfitt að skýra dræma kjörsókn, að mati Einars Jóns. Þó sé ljóst að almennur áhugi á kosningum hafi dvínað undanfarin ár. „Við gerðum okkar besta og buðum upp á kaffi og svoleiðis svo að fólk kæmi nú. Ef maður hugsar þetta þá er þetta í takt við það sem við mátti búast.“
Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags tekur málið fyrir á miðvikudag.