Byrjuð að vinna úttekt á aðildarviðræðum

22.11.2013 - 15:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands hefur byrjað vinnu við úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, fyrir Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

Þetta kemur fram á heimasíðum samtakanna. Samtökin fern ákváðu í september að standa fyrir úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun þess og valkostum í efnahagsmálum  Gerður var samningur við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands um ritstjórn og umsjón úttektarinnar. Gert er ráð fyrir að vinnan taki fimm mánuði og niðurstöðum verði skilað í vor. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi