Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Byggingakrani valt í Ásholti í Reykjavík í dag

08.12.2015 - 17:02
Mynd: RÚV / RÚV
Vörubíll valt í Ásholti síðdegis í dag og lenti á byggingarkrana, þannig að hann féll. Litlu munaði að kraninn færi á húsin sem hann stóð upp við. Mikil mildi þykir að engan í húsunum sakaði og að enginn hafi orðið fyrir krananum.

Að sögn sjónarvotts var verið að sturta möl úr vörubílnum þegar hann valt á kranann. Óveðrið sem geysaði um landið átti engan þátt í atvikinu. Bíllinn valt um klukkan korter yfir þrjú í dag.

Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að málið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins, sem fari með rannsókn þess.

Miklar framkvæmdir eru á svæðinu, en á bílastæðalóð fyrir ofan húsið er verið að reisa leiguíbúðir fyrir námsmenn á vegum Félagsstofnun stúdenta. Íbúar hússins í Ásholti, sem naumlega slapp undan krananum, voru mjög ósáttir við framkvæmdirnar.

alma's picture
Alma Ómarsdóttir
Fréttastofa RÚV