Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Búrhvalur á Snæfellsnesi

25.03.2012 - 18:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Fullvaxinn Búrhval hefur rekið á land í Beruvík á Snæfellsnesi. Dýrið er 12 til 15 metrar á lengd. Þetta segir Skúli Alexandersson leiðsögumaður frá Hellissandi.

„Þetta er, virðist vera fullvaxið dýr, og algerlega óskemmd. Aðkoma að þessu er auðveld fyrir þá sem vilja skoða. Það þarf að ganga kannski svona 200 metra í fjöruborðinu, sem er svolítið gróft svo það er betra að vera á góðum skóm, en að öðru leyti er þetta auðvelt til skoðunar,“ segir Skúli.

Hann segir ekki komna neina ýldulykt af hvalnum. „Þannig að hann virðist vera glænýr, þetta hefði verið mikill fengur hér í gömlu, góðu dagana, þegar hvalreki var hvalreki.“

Skúli segist ekki ætla að nýta hvalinn að öðru leyti en því að tæla ferðamenn til að skoða hvalinn. Hann segist hafa séð búrhvalsreka á þessum slóðum áður, þó ekki með tönnunum því sjómenn hirði þær yfirleitt úti á hafi, enda séu þær svolítið dýrmætar.