Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Búnir að stöðva yfir 700 bíla

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnhildur Thorlacius - RÚV
„Við byrjuðum þetta eftirlit okkar strax og fyrsti bátur fór að sigla úr Vestmannaeyjum í nótt og höfum haldið þessu eiginlega í allan dag. Við erum búnir að stöðva væntanlega hátt í 700 til 800 bíla,“ sagði Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, um eftirlit lögreglu með ökumönnum.

 

 

 

Þrátt fyrir þetta eftirlit hafa fimmtán verið teknir fyrir ölvunarakstur. „Þannig að það að bjóða upp á blástur í Landeyjahöfn virðist ekki skila okkur öllu sem við viljum sjá,“ sagði Sveinn í sjónvarpsfréttum klukkan sjö. „Umferðin hefur að mestu gengið vel. Hún hefur verið nokkuð jöfn og þétt í allan dag, ekkert of hröð eða of mikil. Við höfum fengið tvö umferðaróhöpp í dag, bæði minniháttar ef við getum sagt sem svo.“ Þrír voru þó sendir á slysadeild eftir slys við Stóru Laxá í dag.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV