Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Búist við frekari truflunum á flugi

23.04.2010 - 14:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Ný spá um gjóskudreifingu bendir til þess að takmarkanir verði á umferð um Reykjavíkur og Keflavíkurflugvöll að minnsta kosti fram til klukkan sex í fyrramálið. Icelandair gerir ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður næstu tvo sólarhringana og hefur sett upp miðstöð fyrir tengiflug í Glasgow. Stór hópur flugfarþega Iceland Express er nú á leið til Akureyrar með rútu, þaðan sem flogið verður til Kaupmannahafnar í eftirmiðdaginn.

Töluverð umferð verður um Akureyrarflugvöll í dag; þangað kemur 180 manna vél frá Manchester og vél Icelandair frá Glasgow í kvöld.