Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum

27.02.2020 - 22:09
Lokunarskilti yfir Hellisheiði og Þrengsli
 Mynd: RÚV - Eggert Þór Jónsson
Búið er að loka veginum yfir Hellisheiði og um Þrengsli vegna óveðurs, en appelsínugul viðvörun er í gildi á svæðinu til miðnættis.

Eitthvað er um bíla sem eru í vandræðum á heiðinni og unnið er að því að koma þeim til aðstoðar. Hins vegar er búið að aflétta óvissustigi á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi. 

Spáð er rysjóttu veðri í nótt og til fram eftir morgundeginum með snjókomu eða skafrenningi víða á landinu.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV