Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Búið að fjarlægja svínin - Sæbraut opnuð á ný

20.02.2018 - 10:22
Mynd með færslu
 Mynd: Þórhildur Þorkelsdóttir - RÚV
Búið er að aflétta lokunum í suður frá afrein upp á Miklubraut og er Sæbrautin nú opin til suðurs en henni var lokað í tæpa tvo tíma eftir að kassi á flutningabíl með rúmlega hundrað svínaskrokkum datt af með þeim afleiðingum að skrokkarnir lágu eins og hráviði um veginn. Miklar umferðartafir urðu vegna slyssins og myndaðist tíu kílómetra röð frá Mosfellsbæ enda átti slysið sér stað á háannatíma.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV