Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Búið að draga í 16 liða úrslit í körfunni

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Búið að draga í 16 liða úrslit í körfunni

17.10.2017 - 12:42
Dregið var í 16 liða úrslit bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta. Úrvalsdeildarlið mætast í þremur leikjum hjá körlunum, Njarðvík mætir Grindavík, Þór Akureyri mætir Hetti og Valur mætir Tindastóli. Bikarmeistarar KR drógust gegn Vestra.

16 liða úrslit karla

Njarðvík - Grindavík
ÍR - Snæfell
Þór Ak - Höttur
KR - Vestri
Njarðvík b/Skallagrímur - Haukar
Keflavík - Fjölnir
Valur - Tindastóll
KR b - Breiðablik

Leikið verður 4.-6. nóvember.

13 liða úrslit kvenna

Í bikarkeppni kvenna voru aðeins 13 lið í pottinum og sitja þrjú lið hjá í fyrstu umferð sem þó ber yfirskrift 16 liða úrslita. ÍR, Valur og KR sitja hjá. Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Grindavík, Njarðvík og Stjarnan eigast við og Breiðablik mætir Haukum.

Þór Ak - Snæfell
Fjölnir - Skallagrímur
Breiðablik - Haukar
Grindavík - Keflavík
Njarðvík - Stjarnan

Leikið verður 4.-6. nóvember.

Maltbikarkeppnin er í beinni útsendingu á RÚV og verða sjónvarpsleikir 16 liða úrslitanna tilkynntir síðar.