Bubbi: „Þá endarðu bara einn úti í horni“

Mynd: Gísli Berg / Gísli Berg

Bubbi: „Þá endarðu bara einn úti í horni“

18.11.2019 - 15:37

Höfundar

Bubbi Morthens kíkti í heimsókn ásamt hljómsveit sinni Tvistunum í Stúdíó 12 og tók lögin Rómeó og Júlía, Lífið fyrirgefur dauðanum, og Skriðu.

Í Tvistunum eru eru Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem leikur á hljómborð, Aron Steinn Ásbjarnarson á saxófón, klarínett, slagverk og syngur bakraddir, Örn Eldjárn á rafmagnsgítar og Doddi „Stadium“, Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem spilar á trommur. „Það er eitt sem ég hef lært í gegnum allan minn feril,“ segir Bubbi. „Þú getur aldrei gert hluti einn nema upp að vissu marki. Ef þú ert að vinna með fólki og tekur ekki mark á því, leyfir því ekki að njóta sín, þá lifirðu ekki af. Þá endarðu bara einn úti í horni og það veit enginn hver þú ert.“

Matthías Már ræddi við Bubba Morthens í Stúdíói 12.

Mynd: RÚV / RÚV
Lífið fyrirgefur dauðanum.
Mynd: RÚV / RÚV
Skriða.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Mér finnst þetta pínkulítið óhugnanlegt“

Menningarefni

Bubbi Morthens kemur Auði til varnar

Tónlist

„Það eina sem vantar er andlit“

Tónlist

Óttinn er eins og raketta – ástin sigrar allt